Lamb í kartöfluhjúp með rótargrænmeti og lambasafa

Lamb í kartöfluhjúp með rótargrænmeti og lambasafa
Pottur og diskur

Hráefni

 Lambahryggur
 1 tómatur
 8 stórar kartöflur
 1 búnt timían(garðablóðberg)
 3 gulrætur
 1 laukur
 1 hvítlaukur
 1 ½ blaðlaukur
 1 kínahreðka
 2 búnt steinselja söxuð
 4 msk brauðraspur
 1 msk smjör
 Við hendina:
 Smjör
 Sykur
 Salt
 Pipar

Leiðbeiningar

1

Sósa:
Verkið kjötið af hryggnum og hreinsið burt alla fitu. Höggvið beinin og brúnið þau í ofni.

Skerið eina gulrót, lauk, hvítlauk og blaðlauk jafnt niður setjið í pottinn ogbrúnið með olíu og smjöri. Setjið beinin útí, 500-700 ml af vatni og sjóðið hægt í 3-4 klukkustundir.

Sigtið og sjóðið niður um 2/3. Þeytið smjör útí og kryddið með tómatmauki, garðablóðbergi, salt og pipar.

Fille í kartöfluhjúp
Setjið vel af olíu á heita pönnu, bætið við smá salt.

Rífið skrældar kartöflurnar niður í strimla og kreistið út safann og sterkjuna.

Steikið kartöflunar á pönnu þangað til verða dökkar að neðan og halda sér vel saman.

Kartöfluhjúpurinn settur á hreint viskustykki til þerris.

Bætum brauðraspi út á og söltum og piprum.

Saxið steinseljuna smátt niður og veltið kjötinu upp úr henni.

Skerið hvert fillet í tvo hluta.

Leggið lambið kartöfluhjúpinn og vefjið með viskustykkinu.

Eldið í ofni við u.þ.b. 200°C í 2-3 mínútur og takið svo út og hvílið kjötið í 5 mínútur.

Tími inn í ofni er 6-8 mínútur.

Sneiðið afganginn af gulrótunum og kínahreðkunni niður eftir smekk Setjið í pott ásamt smjöri, sykri, salti og vatni.

Sjóðið þar til allur vökvi er farinn.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​