Lambahryggur – fylltur í smjördeigi

Frábær uppskrift fyrir hátíðarborðið!

Pottur og diskur

Hráefni

 Lambahryggur á beini 2-2.5 kg
 2 pakkar smjördeig
 3 box sveppir
 10 döðlur
 50 g beikon
 2 dl rjómi
 1 búnt steinselja
 2 egg

Leiðbeiningar

1

Úrbeinið hrygginn, nýtið allt kjötið, fitu og sinuhreinsið.

Skerið sveppi, döðlur og beikon smátt og steikið létt á pönnu.

Hellið rjóma yfir og sjóðið niður. Brúnið kjötið á pönnu í smjöri. Þerrið á stykki. Gætið þess að fletja ekki út smjördeigsplöturnar, leggið þær hlið við hlið og þrýstið börmunum saman með fingrunum.

Leggið hryggfylluna (fille) hlið við hlið ofaná helminginn af smjördeiginu og lundina á milli. Smyrjið sveppablöndunni yfir allt kjötið. Penslið deigið með eggi og leggið hinn helminginn af smjördeiginu yfir.

Þrýstið samskeytunum saman og penslið yfir allt með eggi.

Bakið í ofni við 200 – 220°C í 10 – 15 mín. Náið kjarnhita kjötsins í 50°C.

2

Sykurlögur fyrir kartöflur

3

500 g sykur
1 dl appelsínusafi
1 dl rjómi
kanill & salt á hnífsoddi.

Bræðið sykur þar til hann verður brúnn. Hellið volgum appelsínusafa útí, síðan rjómanum og kryddið með salti og kanil.

4

Rauðkál

5

1 poki niðursneitt rauðkál
500 ml rauðvín
1 grænt epli
1 skarlottulaukur
1 negulnagli
50 g flórsykur
50 g púðursykur
1 dl balsamic edik

Epli saxað smátt og sett í pott ásamt rauðkáli. Laukur afhýddur og negulnagla stungið í, hann settur í pottinn ásamt sykri, ediki og rauðvíni. Sjóðið í 1 klst.

6

Sósa

7

Bein af úrbeinuðum lambahrygg
1 tómatur
1 búnt timían (garðablóðberg)
1 gulrót
1 laukur
1 hvítlaukur
1½ blaðlaukur
1 tsk tómatmauk (puré)
1 msk smjör

Höggvið beinin og brúnið í ofni. Skerið gulrót, lauk og blaðlauk jafnt niður og látið krauma í potti með olíu og smjöri.

Setjið beinin út í ásamt vökva og sjóðið hægt í 3 – 4 klst. Sigtið og sjóðið niður um 2/3. Þeytið smjör út í og kryddið.

Borið fram á rauðkáls- og belgjabaunabeði og sykurbrúnuðum kartöflum.

8
9
10
11
12
17
18
23
24
25
26
31
32
37
38
39
40
45
46
51
52
53
54
57
58
61
62
63
64
67
68
71
72
73
13
14
15

1. Skerið lundirnar frá hryggnum.

16
19
20
21

2. Skerið með rifbeinunum og upp með hryggjarsúlunni beggja vegna.

22
27
28
29

3. Skerið kjötið frá beinunum.

30
33
34
35

4. Skerið megnið af fitunni frá.

36
41
42
43

5. Skerið herðablöð frá.

44
47
48
49

6. Losið himnur af lundum.

50
55
56
59
60
65
66
69
70

Deila uppskrift