Lambasalat með sojaristuðum sólblómafræjum

Hentug uppskrift í forrétt, aðalrétt og jafnvel á smáréttaborðið. Skurður,magn og framsetning er það sem skilur á milli hvað við köllum réttinn.

Pottur og diskur

Hráefni

 8 lambalundir
 ½ poki sólblómafræ
 1 dl sojasósa
 1 stk paprika
 2 msk þykkt balsamikedik
 1 dl ólífuolía
 1 msk sesamolía
 fersk græn salatblanda

Leiðbeiningar

1

Setjið olíu á heita pönnu. Ristið sólblómafræ á vel heitri pönnu þar til þau eru gyllt, þá er sojasósunni hellt yfir og látið malla þar til vökvinn er horfinn og síðan eru fræin þerruð á pappír.

Setjið olíu á vel heita pönnu, steikið lundirnar, 2 mín á hvorri hlið. Látið kjötið hvíla í u.þ.b. 3 mín. Hitið síðan í ofni í 2 mín við 180°C og látið svo hvíla aftur í u.þ.b. 3 mín.

Skolið salatið og setjið í skál með smátt skorinni papriku. Skerið lambakjötið þunnar sneiðar og breiðið yfir salatið, stráið fræjunum yfir lambakjötið . Sólblómafræin verða því kryddið á kjötið.

Blandið balsamikediki, ólífuolíu og sesamolíunni saman í skál og hellið yfir salatið

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​