Lambalæri með rauðvínsperu og kartöflugratíni

Frábær uppskrift á hátíðarborðið!

Pottur og diskur

Hráefni

 Lambalæri
 1 dl romm
 400 g hrásykur
 2 stk lime
 1 lítill ananas
 4 – 5 msk kókosmjöl

Leiðbeiningar

1

Rífið limebörk útí kókos og saxið myntu útí. Nuddið saman.

Skerið ananas smátt og bakið í ofni í 25 mínútur á 150°C svo hann verði sætari.

Lagið lög úr bræddum hrásykri, rommi og limesafa. Smyrjið lærið með leginum og kryddið með salti og pipar.

Látið liggja í 2 klst.

Bakið lærið í ofni við 160°C í 60 – 70 mín. Takið það út, hellið soðinu í pott.

Látið kjötið hvíla í 20 mínútur. Hitið ofninn í 220°C.

Smyrjið þá lærið aftur með leginum og bakið í 10 – 15 mín.

Berið þá löginn aftur á lærið og stráið ananas, myntu og kókos yfir.

2

Kartöflu- og sveppagratín

3

6 bökunarkartöflur
2 box sveppir
2 skarlottulaukar
4 hvítlauksrif
1 búnt steinselja
500 ml rjómi

Skrælið og skerið kartöflur niður í teninga, forsjóðið.

Sneiðið sveppi og steikið í smjöri ásamt söxuðum hvítlauk og skarlottulauk.

Kryddið með saxaðri steinselju, salti og pipar.

Hellið rjómanum út á, setjið í eldfast mót og bakið í 15 – 20 mín við 170°C.

4

Rauðvínssoðnar perur

5

6 perur
1 flaska rauðvín
100 g sykur
1 kanilstöng
1 myntugrein
1 negulnagli

Sjóðið allt saman og setjið svo afhýddar perurnar út í og eldið að suðu í u.þ.b. 20 mín.

Kælið í vökvanum.

6

Sósa

7

Skerið gulrót, lauk og blaðlauk jafnt niður og steikið í potti með olíu og smjöri.

Hellið soðinu af lærinu út í og sjóðið nokkra stund.

Sigtið, bætið soðinu af perunum við.

Sjóðið niður um 2/3.

Þeytið smjör út í og kryddið með salti og pipar.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​