Lambalæri með rauðvínsperu og kartöflugratíni

Frábær uppskrift á hátíðarborðið!

Pottur og diskur

Hráefni

 Lambalæri
 1 dl romm
 400 g hrásykur
 2 stk lime
 1 lítill ananas
 4 – 5 msk kókosmjöl

Leiðbeiningar

1

Rífið limebörk útí kókos og saxið myntu útí. Nuddið saman.

Skerið ananas smátt og bakið í ofni í 25 mínútur á 150°C svo hann verði sætari.

Lagið lög úr bræddum hrásykri, rommi og limesafa. Smyrjið lærið með leginum og kryddið með salti og pipar.

Látið liggja í 2 klst.

Bakið lærið í ofni við 160°C í 60 – 70 mín. Takið það út, hellið soðinu í pott.

Látið kjötið hvíla í 20 mínútur. Hitið ofninn í 220°C.

Smyrjið þá lærið aftur með leginum og bakið í 10 – 15 mín.

Berið þá löginn aftur á lærið og stráið ananas, myntu og kókos yfir.

2

Kartöflu- og sveppagratín

3

6 bökunarkartöflur
2 box sveppir
2 skarlottulaukar
4 hvítlauksrif
1 búnt steinselja
500 ml rjómi

Skrælið og skerið kartöflur niður í teninga, forsjóðið.

Sneiðið sveppi og steikið í smjöri ásamt söxuðum hvítlauk og skarlottulauk.

Kryddið með saxaðri steinselju, salti og pipar.

Hellið rjómanum út á, setjið í eldfast mót og bakið í 15 – 20 mín við 170°C.

4

Rauðvínssoðnar perur

5

6 perur
1 flaska rauðvín
100 g sykur
1 kanilstöng
1 myntugrein
1 negulnagli

Sjóðið allt saman og setjið svo afhýddar perurnar út í og eldið að suðu í u.þ.b. 20 mín.

Kælið í vökvanum.

6

Sósa

7

Skerið gulrót, lauk og blaðlauk jafnt niður og steikið í potti með olíu og smjöri.

Hellið soðinu af lærinu út í og sjóðið nokkra stund.

Sigtið, bætið soðinu af perunum við.

Sjóðið niður um 2/3.

Þeytið smjör út í og kryddið með salti og pipar.

Deila uppskrift