Lambalæri kryddað með jurtum

Lambalæri kryddað með jurtum
Pottur og diskur

Hráefni

 Kjötið
 1 stk lambalæri c.a 2 til 2,5 kg
 1 búnt garðablóðberg
 2 greinar rósmarin
 salt og pipar
 Hreinsið lærið ef þið viljið. Saxið jurtirnar niður mjög smátt og kryddið með salt og pipar. Veltið kjötinu uppúr olíu, setjið svo kryddið á allt kjötið. Best er að láta kryddið liggja á kjötinu í nokkra tíma eða yfir sólarhring.
 Setjið kjötið í ofninn við 120° og eldið í 90 mín. Takið þá kjötið út og stillið ofninn á grill. Látið kjötið standa í c.a 15 mín. Setjið kjötið aftur inn í ofninn undir grillið í c.a 10 mín, en þá ætti að vera komin góð húð á steikina.
 Sósan
 1 pakki flúðasveppir
 ½ l rjómi
 1 pakki piparostur rifinn
 1 msk kjötkraftur
 Salt og pipar
 2 msk púrtvín eða koníak ef vill
 Rauðkálið
 1 stk rauðkálshaus
 1 grænt epli
 2 msk smjör
 2 dl rauðvínsedik
 200 gr sykur
 1dl sólberjasaft
 1 msk rifsberjasulta
 1dl vatn
 Salt
 Eplin og rauðkálið er skorið niður, þetta er sett í pott ásamt smjöri og blandað vel saman. Þá er restinni blandað saman við og soðið við vægan hita í c.a 1 ½ – 2 tíma. Hræra þarf reglulega í pottinum.
 Brúnaðar kartöflur
 1 kg nýjar íslenskar kartöflur
 150gr sykur
 2 msk smjör
 1 dl rjómi
 Sjóðið kartöflurnar og takið til hliðar. Brúnið sykurinn á víðri pönnu, setjið þá smjörið saman við og látið leysast upp. Hellið þá rjómanum saman við og lækkið hitann, setjið þá kartöflurnar saman við og brúnið í nokkrar mínútur.

Leiðbeiningar

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​