Snöggsteikt lambalifur
Snöggsteikt lambalifur
- 4

Hráefni
1 lambalifur
Steinselja
Hvítlaukur
Salat
Tómatur
Paprika
Balsamik edik
Smjör
Ólífuolía
Leiðbeiningar
1
Smjör og ólífuolía sett til helminga á heita pönnu. Steikið lifrina í 2 mínútur á hvorri hlið. Saltið eftir að hafa snúið henni einu sinni. Fínsaxið steinselju og hvítlauk og stráið yfir lifrina. Veiðið hana síðan af pönnunni og bætið afganginum af smjöri og balsamikediki útí. Hitið á vægum hita þangað til vökvinn þykknar. Sneiðið lifrina og leggið á salatbeð ásamt tómötum og papriku. Hellið að lokum sósunni yfir.