Recipes

Recipes

Pottur og diskur

Hægeldaður lambahryggur með rauðvínssósu og hunangsgljáðu grænmeti

„Á sunnudaginn fyrir rúmri viku var ég með þetta gómsæta hægeldaða lambalæri. Það var svo gott að ég ákvað að endurtaka leikinn að hluta til með því að hægelda lambahrygg í gær. Ekki var það síðra en lærið! Að þessu sinni var ég með rauðvín í ofnpottinum sem gaf góðan grunn í sósuna.“

Eldhússögur úr Kleifarselinu

Hægeldaður lambahryggur með rauðvínssósu og hunangsgljáðu grænmeti Read More »

Pottur og diskur

Lambasalat með sætum kartöflum

Salat með lambalundum, sætum kartöflum, fetaosti og ofnbökuðum tómötum. 

„Þessi réttur hentar fullkomlega fyrir t.d. saumaklúbba eða aðrar slíkar samkomur þegar mann langar að bjóða upp á góða en einfalda rétti. Góð salöt geta verið svo hrikalega góð og í þessu salati er gjörsamlega allt sem mér þykir best, sætar kartöflur, gott lambakjöt, kasjúhnetur, avókadó, smjörsteiktir hvítlaukssveppir og margt annað gómsætt.“

Eldhússögur úr Kleifarselinu

Lambasalat með sætum kartöflum Read More »

Pottur og diskur

Hægeldaður lambahryggur í jólaöli

„Þessi máltíð var svo góð að þetta verður nýársmaturinn hjá okkur að þessu sinni, ekki slæmt að byrja nýtt og spennandi ár á slíkum herramannsmat!“ 

„Þegar ég var barn þá skildi ég ekkert í því að lambalæri og lambahryggur væri álitið sunnudagsmatur því mér fannst það alls ekki gott. Núna finnst mér lambakjöt einn sá besti matur sem ég fæ og lambahryggur er orðinn einn af mínum uppáhaldsréttum. Mér finnst best að hægelda hrygginn og hef gaman að prófa mig áfram með mismunandi sósur. Að þessu sinni notaði ég það sem hendi var næst og hægeldaði hrygginn í jólaöli. Það kom frábærlega vel út og gerði sósuna svo góða. Í stað þess að nota jólaöl er líka hægt að nota pilsner.“

Eldhússögur úr Kleifarselinu

Hægeldaður lambahryggur í jólaöli Read More »