Recipes

Recipes

Pottur og diskur

Sinnepsgljáð lambalæri

Hér kemur mjög einföld en afar gómsæt uppskrift að ofnsteiktu lambalæri, þar sem lærinu er komið fyrir á kartöflubeði og það síðan steikt við jafnan hita. Uppskriftina má gera enn einfaldari með því að sleppa gljáanum alveg og láta nægja að krydda lærið með pipar, salti og rósmaríni.

Sinnepsgljáð lambalæri Read More »

Pottur og diskur

Hægeldaður lambahryggur með rauðvínssósu og hunangsgljáðu grænmeti

„Á sunnudaginn fyrir rúmri viku var ég með þetta gómsæta hægeldaða lambalæri. Það var svo gott að ég ákvað að endurtaka leikinn að hluta til með því að hægelda lambahrygg í gær. Ekki var það síðra en lærið! Að þessu sinni var ég með rauðvín í ofnpottinum sem gaf góðan grunn í sósuna.“

Eldhússögur úr Kleifarselinu

Hægeldaður lambahryggur með rauðvínssósu og hunangsgljáðu grænmeti Read More »