Grillað lamba-innralæri með Earl Gray- og Green Te-hjúp ásamt gljáðum nýjum gulrótum og smjörsteiktum sítrónuaspas

Grillað lamba-innralæri með Earl Gray- og Green Te-hjúp ásamt gljáðum nýjum gulrótum og smjörsteiktum sítrónuaspas
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lamba-innralæri
 2 tepokar af Earl Grey
 2 pokar af grænu tei
 1 tsk. svartur pipar
 1 tsk. fáfnisgras þurrkað
 1 tsk. sjávarsalt
 ½ tsk. tímían þurrkað
 1 stk. anísstjarna

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C. Setjið allt í blandara og látið hann ganga þar til allt verður að mjög fínu dufti. Makið þessu á lambið um 5 mín. áður en það er eldað. Gott er að setja ólífuolíu á lambið helst 3-5 dögum fyrr og geymið í kæli með plastfilmu yfir þar til 2 dagar eru til neyslu, takið þá plastfilmuna af og látið lærið standa bert inn í kæli. Reynið að halda sem næst 2°C í kæli. Þetta brýtur niður kjötið og gerir það meyrara. Hreinsið lambið, berið því næst olíu og síðan teduftið á lambið. Steikið á háum hita á pönnu, með fituhliðina niður, fyrst 5 mínútur á hvorri hlið og setjið inn í ofn í 15-17 mínútur eða þar til kjarnhitinn er komin í 58°C. Takið kjötið út og látið hvíla í 8 mín. áður en það er skorið.

2

Sítrónuaspas:

3

50 g af smjöri
1 búnt ferskur aspas, neðsti parturinn skorinn af
2 sítrónur

4

Hitið smjörið á meðalheitri pönnu, rífið börkinn af sítrónunni en passið að taka ekki hvíta hlutann því hann er mjög beiskur, kreistið því næst safann úr sítrónunni.

5

Setjið aspasinn í smjörið og hellið bæði safanum og berkinum af sítrónunni yfir aspasinn og sjóðið í smjörinu þar til aspasinn verður mjúkur, eða í um 10 mínútur.

6

Gljáðar gulrætur:

7

1 poki gulrætur helst íslenskar
50 gr. hunang
salt og pipar eftir smekk
2 msk. vorlaukur, fínt skorinn til að skreyta með

8

Hitið ofninn í 180°C. Gulrætur settar í eldfast mót og hunangið yfir, kryddað og sett inn í ofn í 25 mínútur eða þar til gulræturnar eru mjúkar.

9

Setjið aspasinn og sósuna af honum á 4 diska. Skerið kjötið í sneiðar og raðið ofan á aspasinn. Raðið gulrótum á diskinn og skreytið með vorlauk.

10
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Karl Ellertsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​