Soðið hangikjöt á gamla mátann, með „stúfi“, soðnum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli

Soðið hangikjöt á gamla mátann, með „stúfi“, soðnum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli
Pottur og diskur

Hráefni

 1 rúlla hangikjöt
 vatn

Leiðbeiningar

1

Setjið hangikjöt í pott og hellið köldu vatni í þannig að rétt fljóti yfir kjötið. Hleypið suðunni upp og látið hangikjötið vera við suðumark í 30-40 mín. Takið pottinn af hellunni og látið kjötið kólna í soðinu.

2

Skerið hangikjötið í fallegar sneiðar og berið fram með „Stúfi“, soðnum kartöflum, rauðkáli og rauðrófum.

3

„Stúfur“

4

4 msk. smjör
4 msk. hveiti
7 dl mjólk
1 tsk. salt
½ tsk. nýmalaður pipar
1/3 tsk. múskat
2 tsk. sykur (má sleppa)

5

Bræðið smjör í potti og bætið hveiti saman við, blandið vel saman. Hellið mjólk smátt og smátt saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Látið malla við vægan hita í 5 mín. og hrærið reglulega í á meðan. Smakkið til með salti, pipar, múskati og sykri.

6
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​