Lambafille með kartöflum og salati

Dýrlega einföld uppskrift að lambafille. Vinsælt hjá þeim sem vilja fljótlegt og safaríkt. 

Pottur og diskur

Hráefni

 500 gr. lambafille salt og pipar.
 Bernaise-sósa 1 eggjarauða 100 gr. smjör 2 tsk. estragon (fáfnisgras) þurrkað 1 tsk. pipar 1 tsk. salt ½ tsk. blautur nautakraftur.

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að skera í fituna og nuddið salti í hana. Kjötið er steikt vel og lengi á fituröndinni. Hinum endum kjötsins rétt lokað áður en því er skellt í 200 gráðu heitan ofn í sex mínútur. Kjötið tekið út og látið jafna sig í 10-15 mínútur. Látið kjötið standa á eldföstu móti eins nálægt eldavélinni og hægt er. Ef þú ert með lausa hellu láttu þá kjötið standa þar.

2

Bernaise-sósa

3

Bræðið smjörið. Pískið eggjarauðuna yfir hitabaði þar til hún er orðin volg. Blandið smjöri hægt og rólega út í. Öðrum hráefnum blandað saman við og svo „smakkað til“ með salti og pipar.

4

Borið fram með bökuðum kartöflubátum, grillaðri papriku og góðu salati.

5

Uppskriftin er fengin frá Íslenska barnum

Deila uppskrift