Lambakótelettur með tapenade og laukmauki, dillblómum og súrsuðum rófum, agúrku-soðsósu, agúrku-þynnum og hrútaberjum

Lambakótelettur með tapenade og laukmauki, dillblómum og súrsuðum rófum, agúrku-soðsósu, agúrku-þynnum og hrútaberjum
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg hálfur langsagaður
 lambahryggur

Leiðbeiningar

1

Tapenade:

2

50 g svartar ólífur
50 g grænar ólífur
20 g ansjósur
salt og pipar eftir smekk

3

Setjið allt í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til allt er vel blandað, einnig er hægt að kaupa tilbúið tapenade í Hagkaup. Hitið ofninn í 180°C. Hreinsið lambið, skerið litlar ræmur í fituna, því næst berið olíu á lambið. Steikið á háum hita á pönnu, með fituhliðina niður fyrst 3 mínútur á hvorri hlið og svo inn í ofninn í 12- 15 mínútur eða þar til kjarnhitinn er komin í 58°C. Takið lambið út og látið það hvíla í 8 mínútur áður en þið skerið það. Berið síðast tapenade á með skeið.

4

Laukmauk:

5

1 stór laukur
70 gr rjómi
salt og pipar

6

Skerið laukinn niður í grófa bita, setjið hann í pott og hellið rjómanum yfir, sjóðið í 15 mín. eða þar til laukurinn er orðin mjúkur, blandið vel með töfrasprota og stráið að lokum með yfir með salti og pipar.

7

Súrsuð rófa:

8

1 stk. gulrófa
50 ml hrísgrjónaedik
20 ml hunang

9

Skerið rófuna niður í jafnar lengjur, hellið edikinu og hunanginu yfir og látið liggja í 15-20 mínútur.

10

Soðsósa:

11

1 l nautasoð
100 g smjör, í bitum
30 ml ferskur agúrkusafi
hrútaber og blóms af arfa

12

Sjóðið nautasoðið niður þar til það er um 2 dl eftir. Bætið því næst smjörinu út í litlum skömmtum og hrærið vel í á meðan. Bætið þá nýpressuðum agúrkusafa út í og hrærið vel saman við rétt áður en bera á sósuna fram. Setjið laukmauk á 4 diska. Raðið kjötinu fallega á diskana og setjið súrsaðar rófur, tapenade og sósu á hvern disk. Skreytið með hrútaberjum og blómum.

13
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Karl Ellertsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​