Lambakótelettur með tapenade og laukmauki, dillblómum og súrsuðum rófum, agúrku-soðsósu, agúrku-þynnum og hrútaberjum

Lambakótelettur með tapenade og laukmauki, dillblómum og súrsuðum rófum, agúrku-soðsósu, agúrku-þynnum og hrútaberjum
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg hálfur langsagaður
 lambahryggur

Leiðbeiningar

1

Tapenade:

2

50 g svartar ólífur
50 g grænar ólífur
20 g ansjósur
salt og pipar eftir smekk

3

Setjið allt í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til allt er vel blandað, einnig er hægt að kaupa tilbúið tapenade í Hagkaup. Hitið ofninn í 180°C. Hreinsið lambið, skerið litlar ræmur í fituna, því næst berið olíu á lambið. Steikið á háum hita á pönnu, með fituhliðina niður fyrst 3 mínútur á hvorri hlið og svo inn í ofninn í 12- 15 mínútur eða þar til kjarnhitinn er komin í 58°C. Takið lambið út og látið það hvíla í 8 mínútur áður en þið skerið það. Berið síðast tapenade á með skeið.

4

Laukmauk:

5

1 stór laukur
70 gr rjómi
salt og pipar

6

Skerið laukinn niður í grófa bita, setjið hann í pott og hellið rjómanum yfir, sjóðið í 15 mín. eða þar til laukurinn er orðin mjúkur, blandið vel með töfrasprota og stráið að lokum með yfir með salti og pipar.

7

Súrsuð rófa:

8

1 stk. gulrófa
50 ml hrísgrjónaedik
20 ml hunang

9

Skerið rófuna niður í jafnar lengjur, hellið edikinu og hunanginu yfir og látið liggja í 15-20 mínútur.

10

Soðsósa:

11

1 l nautasoð
100 g smjör, í bitum
30 ml ferskur agúrkusafi
hrútaber og blóms af arfa

12

Sjóðið nautasoðið niður þar til það er um 2 dl eftir. Bætið því næst smjörinu út í litlum skömmtum og hrærið vel í á meðan. Bætið þá nýpressuðum agúrkusafa út í og hrærið vel saman við rétt áður en bera á sósuna fram. Setjið laukmauk á 4 diska. Raðið kjötinu fallega á diskana og setjið súrsaðar rófur, tapenade og sósu á hvern disk. Skreytið með hrútaberjum og blómum.

13
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Karl Ellertsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift