Lamba-fillet með sveppadufti, nýuppteknum kartöflum og súrsuðum sveppum með sage derby-rjómasósu

Lamba-fillet með sveppadufti, nýuppteknum kartöflum og súrsuðum sveppum með sage derby-rjómasósu
Pottur og diskur

Hráefni

Leiðbeiningar

1

Sveppaduft:

2

Þurrkaðir sveppir settir í matvinnsluvél og vélin látin ganga þar til sveppirnir verða að dufti

3

Lamba-fillet:

4

Hitið ofninn í 180°C. Hreinsið burtu sinar, ef þær eru, úr lambinu, skerið litlar ræmur í fituna, berið því næst olíu á lambið og svo sveppaduftið. Steikið á háum hita á pönnu, með fituhliðina niður fyrst 3 mínútur á hvorri hlið og svo inni í heitum ofni í 8-10 mín eða þar til kjarnhitinn er komin í 58°C. Takið kjötið út og látið hvíla í 5 mínútur áður en þið berið það fram.

5

Súrsaðir sveppir:

6

50 g sykur
1 msk. salt
2 dl edik, helst balsamedik
1 l vatn
1 stjörnuanís
1 kardimomma
1 kanilstöng
500 g villisveppir

7

Sjóðið allt nema sveppi saman. Bætið sveppum út í og fáið suðuna upp aftur. Látið vökvann kólna og setjið síðan í kæli í 24 klst. Geymist í 4 mánuði.

8

Sage Derby-sósa:

9

100 g Sage Derby ( Salvíuostur )
300 ml rjómi
salt eftir smekk

10

Setjið rjóma í pott og sjóðið upp á honum. Bætið ostinum út í og hitið í 1 mínútu. Gott er að nota töfrasprota á sósuna þar til að hún verður silkimjúk.

11

Berið fram með soðnu smælki og nýuppteknu blómkáli.

12
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Karl Ellertsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​