Lambafille með gulrótaspagettí, pikkluðum lauk, kartöflubátum og púrtvínslegnum sveppum

Í lostæti þarf smá nostur! Uppskriftin er fengin frá Ylfu Helgadóttur, yfirmatreiðslumanni á Kopar sem vill að gestir upplifi Ísland í gegnum matinn! Og það tekst svo sannarlega.

Pottur og diskur

Hráefni

 Steikt lambafille
 500 gr. lambafille
 Salt og pipar
 Olía til steikingar
 Pikklaður laukur
 Stór skarlottlaukur
 Sykur
 Edik
 Púrtvínslegnir sveppir
 1 askja Flúðasveppir
 ½ – 1 dl af púrtvíni
 ½ – 1 dl af rjóma
 Gulrótaspagettí
 Stór gulrót
 Sítróna
 Olía
 Salt og pipar
 Grísk jógúrtsósa
 2 dl grísk jógúrt
 1 msk saxaður graslaukur
 1 msk söxuð steinselja
 ½ tsk mulin kóríanderfræ
 1 tsk hunang
 Salt og pipar
 Safi úr hálfri lime

Leiðbeiningar

1

Kjötið nuddað með salti og pipar. Steikt á sjóðandi heitri pönnu, fitan snýr niður, í 2-3 mínútur eða þar til fitan er orðin stökk. Snúið á hina hliðina og lokið kjötinu. Setjið inn í ofn á 160 gráður í c.a. fimm mínútur. Látið kjötið jafna sig í fimm mínútur áður en það er skorið.

2

Pikklaður laukur
Blandið saman sykri og ediki til helminga. Laukurinn skorin í bita, látinn detta örsnöggt i sjóðandi vatn og er sykur- og edikleginum hellt yfir.

3

Púrtvínslegnir sveppir
Sveppirnir steiktir á pönnu í 2 – 3 mínútur. Púrtvínínu hellt yfir og látið sjóða smá niður. Þá er rjóma bætt við og soðið þar til vökvinn er næstum horfinn og eftir situr þykk sósa. Kryddað með salti og pipar.

4

Gulrótaspagettí
Gulrótin skræld og skorin í spagettívél, síðan velt upp úr sítrónu, olíu og kryddað með salti og pipar.

5

Grísk jógúrtsósa
Öllu blandað saman.

Deila uppskrift