5 spice-lambalundir í nýuppteknu haustsalati, með fennel, jarðarberjum, rabarbarasultu og hnetukurli

5 spice-lambalundir í nýuppteknu haustsalati, með fennel, jarðarberjum, rabarbarasultu og hnetukurli
Pottur og diskur

Hráefni

 2 tsk. anísduft
 2 tsk. kardimommur
 2 tsk. kanill
 ½ tsk. salt
 100 g sykur
 ½ tsk. svartur pipar
 12 lambalundir (3 á mann)

Leiðbeiningar

1

Setjið allt krydd í matvinnsluvél og maukið þar til það verður að dufti. Berið duftið á lambið og látið bíða í 5 mínútur. Steikið lambalundirnar á pönnu við háan hita í 3 mínútur báðum megin eða þar til þær eru eldaðar (kjarnhiti 58°C). Takið kjötið af pönnunni og látið það hvíla í 3 mínútur áður en þið berið það fram.

2

Salatið:

3

Notið það ferskasta sem þið finnið, helst úr garðinum annars eitthvað gott úr búðinni.Við notuðum súrur, dill, grænkál, klettakál og hreðkur.

4

1 dl rabarbarasulta, bragðbætt með svolitlum kanil
4 msk. þurrristaðar hnetur, velt upp úr hunangi
1 fenníka, þunnt skorin með smáediki á
250 g íslensk jarðarber frá Silfurtúni

5

Raðið salati á 4 diska. Setjið rabarbarasultu, hnetur, fennel og jarðarber á diskana. Leggið lambalundirnar ofan á, þrjár á hvern disk.

6
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Karl Ellertsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​