Lambahryggur með chili-apríkósugljáa
Í stað þess að steikja heilan hrygg má fá hann klofinn í tvennt eftir endilöngu og steikja hann þannig. Þá er steikingartíminn líka töluvert styttri.
Lambahryggur með chili-apríkósugljáa Read More »
Recipes
Í stað þess að steikja heilan hrygg má fá hann klofinn í tvennt eftir endilöngu og steikja hann þannig. Þá er steikingartíminn líka töluvert styttri.
Lambahryggur með chili-apríkósugljáa Read More »
Einföld uppskrift að lambalærissneiðum sem marineraðar eru í austurlenskum kryddlegi áður en þær eru grillaðar á útigrilli eða í ofni og bornar fram með léttsteiktu grænmeti.
Grillaðar lærissneiðar með austurlensku grænmeti Read More »
Hvítlaukur er krydd sem flestum þykir eiga einkar vel við lambakjöt. Það er sannarlega ekki verið að spara hvítlaukinn í þessari uppskrift en það er einmitt hann sem gerir bragðið svona gott.
Hvítlauks-lambahryggur Read More »
Hér er ekki verið að spara hvítlaukinn, og þar sem kjötið er steikt lengi við hægan hita verður það alveg gegnmettað af hvítlauksbragðinu. Réttur fyrir sanna hvítlauksvini.
Hvítlaukslambalæri Read More »
Það vantar ekki hvítlaukinn í þennan gómsæta rétt, þar sem kjötið er látið malla lengi í ofni við hægan hita, þar til það er orðið mjög meyrt og bragðgott.
Hvítlauks-lambaskankar Read More »
Lambakjöt og rabarbari eiga býsna vel saman og það er gaman að nota tækifærið á vorin og bera fram rabarbarakompot með kjötinu. Hér er dálítið spínat haft saman við en einnig má sleppa því og bera þess í stað fram gott salat með kjötinu og kompotinu. Hrygginn má líka grilla sem passar vel með glænýjum rabarbaranum.
Lambahryggur með rabarbara- og spínatkompoti Read More »
Framhryggjarfillet er að margra mati besti bitinn af lambinu og svo mikið er víst að það er auðvelt að elda marga gómsæta rétti úr þessum meyra og safaríka bita. Hér er kjötið snöggbrúnað og síðan brugðið í ofn í smástund eða eldað á grilli.
Lambagrillsteik með kúskússalati Read More »
Reyndar má líka nota læri í þennan rétt, en bógurinn er bragðmeiri og betur fitusprengdur en lærið og mörgum þykir kjötið betra.
Sérlega meyrt og gott lambakjöt sem er látið liggja í kryddlegi úr kóríanderlaufi, hunangi, Grand Marnier og fleiru og síðan grillað við góðan hita.
Kóríanderkryddaðar lambagrillsteikur Read More »
Kjötkássa sést ekki eins oft á borðum nú og áður fyrr en þetta er þó mjög góð aðferð til að nýta afganga af kjöti, ekki síst ef um er að ræða kjöt sem er svolítið seigt. Kássuna má krydda að vild en það er best að nota nokkuð mikinn pipar.