Tómat-carpaccio
Einfalt en mjög gott tómatasalat, tilvalið að bera fram t.d. með grilluðu lambakjöti, eða bara með sunnudagssteikinni. Salatið verður best ef það er látið standa nokkra stund áður en það er borið fram.
Recipes
Einfalt en mjög gott tómatasalat, tilvalið að bera fram t.d. með grilluðu lambakjöti, eða bara með sunnudagssteikinni. Salatið verður best ef það er látið standa nokkra stund áður en það er borið fram.
Gómsætur, pottréttur, ættaður frá Suður-Afríku, þar sem sætt og kryddað bragð af kartöflum og framandlegu kryddi blandast skemmtilega saman við bragðið af lambakjötinu.
Suðurafrískur lambapottréttur Read More »
Látið ekki litinn fæla ykkur frá þessum gómsæta rétti. Kjötið er brúnað og síðan soðið í svörtu ólífumauki þar til það er meyrt. Þetta er réttur sem allir ólífuvinir ættu að kunna vel að meta. Mjög gott er að hafa kartöflustöppu með kjötinu en einnig mætti skera afhýddar kartöflur í stóra bita og sjóða þær með síðustu 20 mínúturnar eða svo.
Einfaldur, vel kryddaður pottréttur með indversku yfirbragði. Best er að nota karrímauk úr krukku en einnig má nota 2 msk af karrídufti í staðinn.
Ferskt, fallegt og gott grænt salat sem á vel við grillað lambakjöt af ýmsu tagi.
Grænt salat með hnetum og blóðappelsínu Read More »
Í Grikklandi kallast þetta salat sveitasalat og þar er það gjarna borið fram sem forréttur, en það hentar líka vel sem meðlæti með grilluðu eða steiktu lambakjöti.
Þetta gómsæta salat á mjög vel við með alls konar steiktu og grilluðu lambakjöti. Best er að nota vel þroskaða tómata. Þeir verða sérlega bragðmiklir og góðir þegar þeir hafa verið bakaðir þar til þeir eru farnir að brúnast og jafnvel brenna örlítið.
Salat með bökuðum tómötum Read More »
Mörgum finnst kannski ótrúlegt að hægt sé að nýta eitthvað fíflana, sem vaxa eins og illgresi í görðum og túnum. Blöðin eru vissulega beisk á bragðið en ef þau eru tínd þegar þau eru ung og nýsprottin má vel borða þau, annaðhvort hrá í salötum eða jafnvel steikt, eins og hér:
Afar einfalt en gott salat sem hentar vel með lambakjöti, ekki síst með grillkjötinu á heitum sumardegi. Tómatarnir eru marineraðir í bragðmikilli salatsósu.
Íslenska lambakjötið er svo meyrt og gott að stundum þarf ekki einu sinni að elda það til að unnt sé að bera það á veisluborðið. Hér er lambalundin einungis marineruð og síðan borin fram í þunnum sneiðum á brauði.
Kryddlegin lambalund með límónum og chili Read More »