Recipes

Recipes

Pottur og diskur

Heitt hangikjötssalat

Stundum verða töluverðir afgangar af jólahangikjötinu og þótt það sé afskaplega gott eins og það kemur fyrir vilja margir tilbreytingu þegar að því kemur að nýta leifarnar. Það er sannarlega hægt að gera fleira en að bera kjötið fram kalt eða hita það í tartalettum; satt að segja henta margar uppskriftir sem ætlaðar eru fyrir skinku, hamborgarhrygg eða annað reykt svínakjöt ágætlega fyrir hangikjöt líka og það er óhætt að leyfa hugmyndafluginu að ráða svolítið.

Heitt hangikjötssalat Read More »

Pottur og diskur

Kindakæfa

Áður fyrr var kæfa oftast gerð úr mjög feitu kjöti og mörgum þykir hún raunar best þannig en það er líka hægt að gera hana úr tiltölulega mögru kjöti. Einnig má nota slög, þindar og fleiri ódýra bita í kæfuna. Kæfugerð er tilvalið haustverk og hægt að frysta og bera fram eigin kæfu árið um kring.

Kindakæfa Read More »

Pottur og diskur

Tómat-carpaccio

Einfalt en mjög gott tómatasalat, tilvalið að bera fram t.d. með grilluðu lambakjöti, eða bara með sunnudagssteikinni. Salatið verður best ef það er látið standa nokkra stund áður en það er borið fram.

Tómat-carpaccio Read More »

Pottur og diskur

Svarti sauðurinn

Látið ekki litinn fæla ykkur frá þessum gómsæta rétti. Kjötið er brúnað og síðan soðið í svörtu ólífumauki þar til það er meyrt. Þetta er réttur sem allir ólífuvinir ættu að kunna vel að meta. Mjög gott er að hafa kartöflustöppu með kjötinu en einnig mætti skera afhýddar kartöflur í stóra bita og sjóða þær með síðustu 20 mínúturnar eða svo.

Svarti sauðurinn Read More »