Recipes

Recipes

Pottur og diskur

Tómat-carpaccio

Einfalt en mjög gott tómatasalat, tilvalið að bera fram t.d. með grilluðu lambakjöti, eða bara með sunnudagssteikinni. Salatið verður best ef það er látið standa nokkra stund áður en það er borið fram.

Tómat-carpaccio Read More »

Pottur og diskur

Svarti sauðurinn

Látið ekki litinn fæla ykkur frá þessum gómsæta rétti. Kjötið er brúnað og síðan soðið í svörtu ólífumauki þar til það er meyrt. Þetta er réttur sem allir ólífuvinir ættu að kunna vel að meta. Mjög gott er að hafa kartöflustöppu með kjötinu en einnig mætti skera afhýddar kartöflur í stóra bita og sjóða þær með síðustu 20 mínúturnar eða svo.

Svarti sauðurinn Read More »

Pottur og diskur

Steikt fíflablöð

Mörgum finnst kannski ótrúlegt að hægt sé að nýta eitthvað fíflana, sem vaxa eins og illgresi í görðum og túnum. Blöðin eru vissulega beisk á bragðið en ef þau eru tínd þegar þau eru ung og nýsprottin má vel borða þau, annaðhvort hrá í salötum eða jafnvel steikt, eins og hér:

Steikt fíflablöð Read More »