Hrátt hangikjöt með melónusósu

Hangikjöt og melónur þykja eiga sérlega vel saman. Best er að skera hangikjötið sem þynnst og skera það þá eins og vöðvaþræðirnir liggja, ekki þvert á þræðina.

Pottur og diskur

Hráefni

 200 g hangikjöt, helst taðreykt
 0.25 cantaloupmelóna eða hunangsmelóna
 1 tsk hunang
 1 tsk sítrónusafi
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Hangikjötið skorið í þunnar sneiðar. Melónan afhýdd, steinhreinsuð og sett í matvinnsluvél eða blandara ásamt hunangi og sítrónusafa. Látið ganga þar til melónan er alveg komin í mauk. Þá er sósan smökkuð til með pipar. Hangikjötið er svo borið fram á salatblaði, e.t.v. ásamt ristuðu brauði eða rúgbrauði, og melónusósan borin fram með.

Deila uppskrift