Tómat-carpaccio

Einfalt en mjög gott tómatasalat, tilvalið að bera fram t.d. með grilluðu lambakjöti, eða bara með sunnudagssteikinni. Salatið verður best ef það er látið standa nokkra stund áður en það er borið fram.

Pottur og diskur

Hráefni

 8-10 tómatar, vel þroskaðir
 nýmalaður pipar
 salt (gjarna sjávarsalt)
 3 msk ólífuolía
 1 msk rauðvínsedik
 2 tsk hlynsíróp
 1 msk furuhnetur
 smábiti af parmesanosti
 nokkur basilíkublöð (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Tómatarnir skornir í þunnar sneiðar og raðað á stóran disk eða kringlótt fat. Best er að byrja í miðjunni, raða sneiðunum í sístækkandi hringi og láta þær skarast vel. Kryddað með pipar og salti. Ólífuolía, edik og hlynsíróp hrist eða þeytt saman og dreypt jafnt yfir. Plastfilma breidd yfir og látið standa í 20-30 mínútur. Á meðan eru furuhneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru farnar að taka lit. Dreift yfir tómatana og síðan eru nokkrar flísar skornar af parmesanostinum með ostaskera og settar ofan á og skreytt með basilíku.

Deila uppskrift