Tómat-karríréttur
Einfaldur, vel kryddaður pottréttur með indversku yfirbragði. Best er að nota karrímauk úr krukku en einnig má nota 2 msk af karrídufti í staðinn.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Kjötið fituhreinsað að mestu og skorið í gúllasbita. Olían hituð í potti og laukurinn látinn krauma í henni í nokkrar mínútu. Hvítlauk og engifer bætt út í og steikt í um 2 mínútur í viðbót. Þá er karrímauki og salti hrært saman við, látið malla í nokkrar mínútur og hrært oft á meðan. Kjötið sett út í og hrært vel. Tómötunum bætt í pottinn ásamt vökvanum úr dósinni, hitinn hækkaður og þegar sýður er hann lækkaður aftur og látið malla í 10-15 mínútur. Þá er papriku og kókosmjólk hrært saman við, lok sett á pottinn og látið malla við mjög vægan hita í um 1 klst. Hrært öðru hverju og svolitlu vatni bætt við ef uppgufun verður mikil svo að sósan brenni ekki við. Borið fram með hrísgrjónum og/eða grænu salati.