Kryddað lambakjötssalat með lárperum

Léttur, nútímalegur og gómsætur lambakjötsréttur á mexíkóskum nótum, réttur sem hentar sérlega vel fyrir ungt fólk sem vill litríkt meðlæti og mikið bragð.

Pottur og diskur

Hráefni

 6-700 g lambahryggvöðvi (fillet)
 1 msk engifer, rifinn eða saxaður smátt
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 2 tsk kummin, malað
 2 tsk kóríanderfræ, möluð
 0.5 tsk chilipipar (eða eftir smekk)
 salt
 1 msk olía
 2 lárperur, vel þroskaðar
 1 rauð paprika, stór
 1 rauðlaukur
 1 chilialdin, rautt eða grænt
 safi úr 2 límónum
 fersk kóríanderlauf
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Kryddinu blandað saman og núið vel inn í lambið. Látið standa í hálfa til eina klukkustund. Olían hituð á pönnnu og kjötið saltað svolítið og steikt við góðan hita þar til það er brúnað á öllum hliðum; lengur ef það á að vera steikt í gegn. Tekið af pönnunni, álpappír breiddur yfir og látið standa í nokkrar mínútur. Lárperurnar afhýddar og skornar í litla teninga. Paprikan fræhreinsuð og söxuð. Rauðlaukurinn skorinn í fjórðunga og þeir síðan í þunnar sneiðar. Chilialdinið fræhreinsuð og skorin í örþunnar sneiðar og kóríanderlaufin söxuð. Öllu blandað saman á fati ásamt límónusafa og síðan er kjötið skorið í þunnar sneiðar á ská og sett í hrúgu ofan á. Pipar malaður yfir og skreytt með kóríanderlaufi.

fillet filet fille file

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​