Grafið lambakjöt með blóðbergi

Íslenskt lambakjöt er á meðal þeirra kjöttegunda sem spennandi er að verka í 1-2 sólarhringa með salti og kryddjurtum og borða síðan hrátt, skorið í örþunnar sneiðar. Hér er meðal annars notað blóðberg á kjötið.

Pottur og diskur

Hráefni

 500 g lambahryggvöðvi (file)
 1 kg gróft salt
 2 msk sykur
 2 hnefar blóðberg, helst nýtínt
 vænt knippi af graslauk
 nokkrar greinar af fersku timjani eða esdragon
 1 msk piparkorn, grófsteytt

Leiðbeiningar

1

Allar himnur og fita skorið af hryggvöðvanum. Salti og sykri blandað saman, hluta af því dreift á fat, kjötið lagt ofan á og afganginum af saltinu dreift jafnt yfir. Eftir um 3 klst. er saltið strokið af kjötinu og því e.t.v. brugðið örsnöggt undir rennandi kalt vatn til að skola af því. Kryddjurtirnar saxaðar og blandað saman við piparinn. Núið inn í kjötið og það er svo látið liggja í blöndunni í sólarhring undir léttu fargi. Þá eru kryddjurtirnar stroknar af og kjötið skorið í þunnar sneiðar.

2

fillet filet fille file

Deila uppskrift