Ástralskt lambakjötssalat

Ástralir standa framarlega í nútímalegri matreiðslu á lambakjöti og í matargerð þar í landi er gjarna að finna mjög sterk áhrif frá matargerð Suðaustur-Asíu. Þetta frísklega lambakjötssalat er dæmi um slíkt.

Pottur og diskur

Hráefni

 750 g lambahryggvöðvi (file), með eða án fitu
 1 msk olía
 nýmalaður pipar
 2 límónur
 2 msk nam pla (tælensk fiskisósa)
 2 msk sojasósa
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 rautt chilialdin, fræhreinsað og saxað smátt
 3 msk hvítvín

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 220 gráður, kjötið penslað með olíu, kryddað með pipar og steikt í um 10 mínútur en síðan látið standa undir álpappír í 5-10 mínútur. Börkurinn rifinn af límónunum og safinn kreistur úr þeim. Sett í skál og nam pla, sojasósu, hvítlauk, chili og hvítvíni hrært saman við. Látið standa smástund. Kjötið skorið í þunnar sneiðar sem velt er upp úr sósunni og síðan bornar fram á salatblöðum sem aðalréttur,forréttur eða á smáréttaborðið.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​