Recipes

Recipes

Pottur og diskur

Lambasoð I

Gott kjötsoð er undirstaða í mörgum pottréttum, súpum og sósum. Oft má notast við vatn og súputeninga eða kjötkraft en ef til eru bein er sjálfsagt að nýta þau og sjóða af þeim gott soð. Hér er einföld útgáfa sem hentar t.d. vel í súpu.

Lambasoð I Read More »

Pottur og diskur

Lambasoð II

Þegar lambakjöt er keypt á beini en síðan úrbeinað áður en það er matreitt, eins og gert er í öllum uppskriftunum á þessari opnu, er engin ástæða til að henda beinunum, því að af þeim má sjóða kraftmikið og gott soð sem nota má í súpur, sósur og pottrétti. Ef það sem til fellur hverju sinni er svo lítið að varla tekur því að búa til soð er tilvalið að frysta beinin og safna saman og búa svo til stóran skammt af soði. Soðið má nota strax, kæla það og geyma í ísskáp í nokkra daga, eða frysta það í hæfilegum skömmtum og nota þegar þörf er á.

Lambasoð II Read More »

Pottur og diskur

Létt kjötsúpa II

Hefðbundin íslensk kjötsúpa er afbragðsgóð en sumir forðast hana af því að þeim finnst kjötið of feitt og e.t.v. ólystugt, eða þeir kunna ekki að meta rófur og annað grænmeti sem í henni er. Þá er lausnin að nota fituminna kjöt og breyta til með grænmeti. Hér er ein slík útgáfa:

Létt kjötsúpa II Read More »