Ofnsteiktar kartöflur með hvítlauk og lárviðarlaufi

Ofnsteiktar kartöflur með hvítlauk og lárviðarlaufi
Pottur og diskur

Hráefni

 1,5 kg kartöflur, ekki mjög stórar (t.d. Gullauga)
 1 dl ólífuolía
 6-8 hvítlauksgeirar
 6-8 lárviðarlauf
 1 tsk þurrkað timjan
 nýmalaður pipar og salt

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 220 gráður. Þvoið og þerrið kartöflurnar og skerið þær í helminga (mjög litlar kartöflur mega vera heilar, þær stærstu má skera í fjórðunga). Setjið í ofnskúffu.

Afhýðið hvítlauksgeirana og stingið á milli ásamt lárviðarlaufi. Stráið timjani, pipar og salti yfir og setjið í ofninn í 30-35 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru meyrar í gegn og farnar að brúnast vel.
– Hrærið einu sinni eða tvisvar í þeim svo þær festist ekki við.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​