Lambasoð I

Gott kjötsoð er undirstaða í mörgum pottréttum, súpum og sósum. Oft má notast við vatn og súputeninga eða kjötkraft en ef til eru bein er sjálfsagt að nýta þau og sjóða af þeim gott soð. Hér er einföld útgáfa sem hentar t.d. vel í súpu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambabein
 2 gulrætur, skornar í bita
 1 laukur, skorinn í bita (má vera með hýði)
 1-2 sellerístönglar, skornir í bita
 2 lárviðarlauf
 1 tsk timjan
 1 tsk piparkorn
 salt

Leiðbeiningar

1

Kjötið sett í pott ásamt svo miklu vatni að vel fljóti yfir, hitað að suðu og froða fleytt ofan af. Síðan er grænmetið og kryddið sett í pottinn og allt látið malla við hægan hita í um 2 klst. Soðið er svo síað og annaðhvort notað fljótlega eða látið kólna og síðan fryst.

Deila uppskrift