Skinkuvafðir ostabögglar

Grillþátturinn sem sýndur var í ríkissjónvarpinu í júní '05, vakti mikla athygli. Gestgjafi var Nanna Rögnvaldardóttir og þennan gómsæta ostarétt var að finna í þættinum.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 Höfðingjar eða brie-ostar
 Vænt knippi af ferskum basilíkublöðum
 12-16 örþunnar sneiðar af hráskinku

Leiðbeiningar

1

Skerið ostinn í teninga, um 2-2 1/2 cm á kant. Leggið 2 basilíkublöð utan um hvern bita, vefjið skinkusneið utan um og stingið grillteini í gegn; hafið 2-3 böggla á hverjum teini.
Grillið við vægan hita í 2-3 mínútur og snúið oft. Það eiga bara rétt að sjást rendur á skinkunni og osturinn á að mýkjast en ekki bráðna. Berið fram volgt.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​