Skinkuvafðir ostabögglar
Grillþátturinn sem sýndur var í ríkissjónvarpinu í júní '05, vakti mikla athygli. Gestgjafi var Nanna Rögnvaldardóttir og þennan gómsæta ostarétt var að finna í þættinum.
- 6
Hráefni
2 Höfðingjar eða brie-ostar
Vænt knippi af ferskum basilíkublöðum
12-16 örþunnar sneiðar af hráskinku
Leiðbeiningar
1
Skerið ostinn í teninga, um 2-2 1/2 cm á kant. Leggið 2 basilíkublöð utan um hvern bita, vefjið skinkusneið utan um og stingið grillteini í gegn; hafið 2-3 böggla á hverjum teini.
Grillið við vægan hita í 2-3 mínútur og snúið oft. Það eiga bara rétt að sjást rendur á skinkunni og osturinn á að mýkjast en ekki bráðna. Berið fram volgt.