Sviðasúpa frá Kúvæt

Á meðal Arabaþjóða þykja svið víða sælgæti og þau eru elduð á ýmsan hátt. Til dæmis er algengt að sjóða þau í súpu og eru slíkar súpur gjarna vel kryddaðar og sterkar. Þessi súpa er frá Kúvæt og kallast þar abawaat.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 sviðakjammar
 2 tsk. salt eða meira eftir þörfum
 0.5 tsk. nýmalaður pipar
 6-8 heilar kardimommur
 0.5 tsk. engifer (duft)
 0.5 tsk. kanill
 0.25 tsk. kummin (cumin)
 0.125 tsk. negull
 8 hvítlauksgeirar
 3 laukar
 2 msk. tómatþykkni (paste)
 0.5 tsk. túrmerik
 1-2 sítrónur, safinn
 Grænt kryddmauk:
 5 hvítlauksgeirar
 1 knippi steinselja
 1 grænt chili aldin
 0.5 tsk. salt
 1-2 msk. olía

Leiðbeiningar

1

Skolið sviðin vel í köldu, rennandi vatni. Setjið þau svo í stóran pott, hellið um 2 lítrum af köldu vatni yfir, kryddið með pipar og salti og látið suðuna koma vel upp. Fleytið froðu ofan af og bætið síðan kardimommum, engifer, kanil, kummini og negul í pottinn. Látið malla við hægan hita undir loki í um 1 klukkustund. Afhýðið hvítlauksgeirana og kremjið þá dálítið með flötu hnífsblaði en pressið þá ekki. Saxið laukinn fremur smátt og bætið í pottinn ásamt hvítlauk, tómatþykkni, túrmeriki og safanum úr einni sítrónu. Látið malla í hálftíma í viðbót. Takið þá sviðakjammana upp, látið kólna ögn og losið síðan kjötið af beinunum og skerið í bita. Smakkið súpuna og bragðbætið hana e.t.v. með pipar, salti og meiri sítrónusafa. Skiptið kjötinu á diska og ausið súpu yfir. Berið fram t.d. með pítubrauði sem penslað hefur verið með olíu og hitað undir grillinu í ofninum. Þeir sem vilja sterkari súpu geta bragðbætt hana með örlitlu grænu kryddmauki.

2

Grænt kryddmauk:

3

Saxið hvítlauk, steinselju og chili mjög smátt (e.t.v. í matvinnsluvél), saltið og hrærið olíunni saman við.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​