Grillaður vorlaukur

Grillþátturinn sem sýndur var á RÚV 2005, vakti mikla athygli. Gestgjafi var Nanna Rögnvaldardóttir og var þessa uppskrift að finna þar.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 knippi af vorlauk
 olía
 Maldon sjávarsalt

Leiðbeiningar

1

Best er að nota “wok” með götum eða einhvers konar bakka eða grind en það má líka grilla laukinn beint á ristinni. Hreinsið hann, fjarlægið ystu blöðin og skerið toppana af. Penslið hann með svolítilli olíu, stráið salti yfir og grillið hann þar til hann er að byrja að brenna.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​