Ástaraldinsósa

Grillþátturinn sem sýndur var á RÚV 2005, vakti mikla athygli. Gestgjafi var Nanna Rögnvaldardóttir og var þessa uppskrift að finna þar.

Þessa sósu er tilvalið að borða með grilluðum ananas.

Pottur og diskur

Hráefni

 8 ástaraldin (passionfruit)
 1 tsk hunang, eða eftir smekk
 nokkrir dropar af límónusafa (lime)

Leiðbeiningar

1

Skerið ástaraldinin í tvennt og skafið innihaldið í skál. Hrærið hunanginu saman við og bragðbætið með örlitlum límónusafa.

Deila uppskrift