Grillaður ananas með chili-hunangsgljáa

Grillþátturinn sem sýndur var á RÚV 2005, vakti mikla athygli. Gestgjafi var Nanna Rögnvaldardóttir og var þessa uppskrift að finna þar.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 stór ananas, vel þroskaður
 1/2 rautt chilialdin
 2 msk þunnt hunang
 regnbogapipar (fimmlit piparblanda)

Leiðbeiningar

1

Skerið ananasinn í 6-8 geira eftir endilöngu og látið blöðin fylgja með. Fræhreinsið chilialdinið og saxið það smátt. Hrærið því saman við hunangið og penslið alla skurðfleti á ananasinum með blöndunni. Malið örlítinn pipar yfir.

Setjið ananasinn á grillið og grillið hann við fremur vægan hita þar til hann er heitur í gegn og rétt farnar að sjást rendur á honum. Berð fram með ástaraldinsósu og hunangsskyrsósu.

Deila uppskrift