Grillaður ananas með chili-hunangsgljáa

Grillþátturinn sem sýndur var á RÚV 2005, vakti mikla athygli. Gestgjafi var Nanna Rögnvaldardóttir og var þessa uppskrift að finna þar.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 stór ananas, vel þroskaður
 1/2 rautt chilialdin
 2 msk þunnt hunang
 regnbogapipar (fimmlit piparblanda)

Leiðbeiningar

1

Skerið ananasinn í 6-8 geira eftir endilöngu og látið blöðin fylgja með. Fræhreinsið chilialdinið og saxið það smátt. Hrærið því saman við hunangið og penslið alla skurðfleti á ananasinum með blöndunni. Malið örlítinn pipar yfir.

Setjið ananasinn á grillið og grillið hann við fremur vægan hita þar til hann er heitur í gegn og rétt farnar að sjást rendur á honum. Berð fram með ástaraldinsósu og hunangsskyrsósu.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​