Archives: Recipes

Recipes

Pottur og diskur

Innbakað lambafile með sveppum og furuhnetum

Ef meyrt kjöt er innbakað í deigi heldur það safanum sérlega vel og verður mjög meyrt og gott, en oftast er best að brúna það fyrst til að það verði bragðmeira. Svo er tilvalið að setja eitthvert góðgæti með í deigbögglana – til dæmis sveppi, sólþurrkaða tómata og furuhnetur.

Pottur og diskur

Innbakaður lambahryggvöðvi með sveppasósu

Það er alls ekki vandasamt að elda innbakað kjöt, ekki síst ef notað er tilbúið smjördeig sem kaupa má frosið. Oftast er byrjað á að brúna kjötið á pönnu áður en deigið er sett utan um það, til að það fái á sig dálitla skorpu og verði bragðmeira.

Pottur og diskur

Ítölsk lambasvið í krydduðu raspi

Svona gera Rómverjar stundum við svið af ungum lömbum, sem borin eru fram á götuveitingahúsum um páskaleytið. Þessi réttur nefnist á ítölsku Testine di agnello al forno.

Pottur og diskur

Jurtakryddað lambalæri á grillið

Grilltíminn fyrir læri sem grillað er við óbeinan hita fer m.a. eftir því hve stórt lærið er og hve vel gengur að halda hita í lokuðu grillinu. Ef kalt er í veðri, vindur er mikill eða sífellt er verið að opna grillið, þá þarf lærið mun lengri tíma og því er e.t.v. best að nota kjöthitamæli og slökkva á grillinu þegar hiti í miðjum vöðvanum er 60°-65°C, eftir smekk.

Pottur og diskur

Berja- og villikryddað lambalæri

Íslenskt lambakjöt, kryddað með villijurtum og berjum til að fá hið eina sanna fjallabragð. Hér er notuð blóðbergsteblanda úr Aðaldal en einnig má nota ýmsar villtar kryddjurtir, innlendar eða erlendar.

Pottur og diskur

Blóðmör

Blóðmör og lifrarpylsa er ódýr og góður íslenskur matur, ekki bara á haustin, heldur allt árið. Hér er hefðbundin, einföld blóðmörsuppskrift sem allir ættu að geta farið eftir. Auðvitað má svo bragðbæta blóðmörinn á ýmsan hátt, t.d. með kryddi eða rúsínum.

Pottur og diskur

Chilikryddað lambakebab

Chilisósan sem notuð er til að marinera kjötið er fremur mild og því ættu allir að geta borðað réttinn, líka þeir sem ekki eru gefnir fyrir sterkkryddaðan mat.

Pottur og diskur

Chilikryddaðar lambakótelettur

Þessar kótilettur eru smurðar með sterku kryddmauki og látnar liggja nokkra stund áður en þær eru grillaðar eða steiktar. Þær eru því nokkuð krassandi en það fer þó eftir því hvað chilisósan í marineringunni er sterk.

Pottur og diskur

Chilikryddað grillað lambalæri

Þetta er réttur fyrir þá sem vilja hafa lambalærið sitt dálítið krassandi. Nota má jalapeño-pipar úr krukku í kryddlöginn; það ásamt hvítlauk og sinnepi ætti að gera réttinn vel „heitan”.

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​