Léttsaltað og steikt lambalæri

Lambakjötið fær alveg sérstakt bragð ef það er meðhöndlað á þennan hátt. Svona læri er tilvalið á hlaðborð, t.d. jólahlaðborðið.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, um 2 kg
 5 l vatn
 1 kg gróft salt
 2 msk sykur
 1 tsk saltpétur (má sleppa)
 2 tsk timjan, þurrkað
 2 tsk rósmarín, þurrkað og saxað
 1 tsk nýmalaður pipar
 2 lárviðarlauf, grófmulin

Leiðbeiningar

1

Mjaðmabeinið tekið úr lærinu og það fitusnyrt. Vatn, salt, sykur og saltpétur soðið saman og kælt. Þegar pækillinn er kaldur er lærið sett í hæfilega stórt ílát, pæklinum hellt yfir og látið liggja í um 3 sólarhringa á köldum stað. Snúið öðru hverju. Lærið er svo tekið úr pæklinum, skolað og þerrað vel, kryddað með timjan, rósmarín, pipar og lárviðarlaufi, vafið í álpappír og steikt í 160 gráðu heitum ofni í um 2 klst. Borið fram heitt eða kalt.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​