Lifrarbuff

Þegar ekki tekst að fá krakkana til að borða lifur með öðru móti er þrautaráðið oft að búa til lifrarbuff, sem þau kunna oft mjög vel að meta þótt þau vilji ekki sjá lifur.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalifur, meðalstór
 400 g kartöflur, afhýddar
 2-3 laukar, skornir í bita
 3 msk hveiti
 0.5 tsk timjan
 0.25 tsk allrahanda, mulið
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk smjör
 2 msk olía

Leiðbeiningar

1

Lifrin hökkuð eða sett í matvinnsluvél með hráu kartöflunum og einum lauknum. Hveiti og kryddi hrært saman við. Smjörið og olían hitað á pönnu og lifrardeigið sett á pönnuna með matskeið eða ausu; buffin eiga að vera á stærð við lummur. Buffin steikt við meðalhita þar til þau eru brún á báðum hliðum. Tekin af pönnunni og haldið heitum. Laukurinn sem eftir er skorinn í sneiðar og léttbrúnaður í feitinni. Settur ofan á buffin og þau borin fram t.d. með kartöflum, rauðrófum og sýrðu grænmeti.

Deila uppskrift