Lifur að arabískum hætti

Fljótlegur og mjög gómsætur réttur úr lambalifur, þar sem lifrin er steikt á hefðbundin hátt en krydduð með hvítlauk og kummini og síðan krydduð með papriku, chili og sítrónu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalifur
 3 msk. hveiti eða maísmjöl
 nýmalaður pipar
 salt
 2-3 msk. ólífuolía
 2 hvítlauksgeirar
 1 tsk. kumminfræ (cumin)
 1 msk. paprikuduft
 0.5 tsk. chilipipar
 1 sítróna

Leiðbeiningar

1

Skerið lifrina í ræmur eða þunnar sneiðar og veltið þeim upp úr hveiti krydduðu með pipar og salti. Hitið olíuna á pönnu. Saxið hvítlaukinn og setjið hann á pönnuna ásamt kumminfræjunum. Setjið lifrina á pönnuna og steikið hana við góðan hita í 1-2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hún er rétt tæplega steikt í gegn. Setjið hana á hitað fat. Blandið saman paprikudufti og chilipipar og stráið svolitlu af blöndunni yfir lifrina en berið fram afganginn í lítilli skál, ásamt sítrónubátum til að kreista yfir.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​