Hryggvöðvi með papriku-mintusósu

Gómsætur grillréttur úr meyru lambakjöti. Sósan krefst dálítillar fyrirhafnar en bragðið bætir það fyllilega upp.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambahryggvöðvi (fillet), án fitu
 3 hvítlauksgeirar
 3 msk olía
 nýmalaður pipar
 salt
 2 rauðar paprikur
 2 skalottlaukar
 1 bolli rauðvín, soð eða vatn
 50 g smjör
 3 msk fersk mintulauf, söxuð

Leiðbeiningar

1

Kjötið skorið í 4-6 álíka stóra bita. Hvítlauksgeirarnir pressaðir og hrært saman við olíu, pipar. Blöndunni dreift á kjötið, sett í poka og látið standa í kæli í a.m.k.1 klst. Á meðan er grillið í ofninum eða útigrill hitað og paprikurnar skornar í helminga og grillaðar þar til hýðið er nærri orðið svart; þá er paprikunum stungið í poka í nokkrar mínútur og síðan ætti að vera auðvelt að afhýða þær. Þær eru svo fræhreinsaðar og saxaðar fremur smátt. Ofninn hitaður í 200 gráður. Panna sem þolir að fara í ofninn hituð vel. Hvítlaukurinn strokinn af kjötinu og geymdur og síðan er kjötið snöggsteikt á báðum hliðum þar til það er vel brúnt og síðan stungið í ofninn í um 5 mínútur. Saltað ögn meira, tekið af pönnunni og haldið heitu. Pannan sett aftur á helluna og hvítlaukurinn og skalottlaukurinn settur á hana ásamt paprikunum. Steikt í 1-2 mínútur og síðan er víni, soði eða vatni hellt yfir, látið sjóða rösklega niður í 2-3 mínútur og síðan er pannan tekin af hitanum, smjörið sett út í og hrært þar til það er bráðið, og mintulaufinu hrært saman við. Hellt yfir kjötið og borið fram.

2

fillet filet fille file

Deila uppskrift