Feta- og skyrsósa

Þessi sósa er ákaflega góð með grísktu gyros í pítubrauði.

Pottur og diskur

Hráefni

 75 g fetaostur í kryddolíu
 4 msk. olía af fetaostinum
 200 g hreint KEA skyr
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
 2 vorlaukar, saxaðir
 nokkrar dillgreinar, saxaðar
 nýmalaður pipar
 salt
 vatn eftir þörfum

Leiðbeiningar

1

Setjið fetaost og olíu, skyr, hvítlauk, vorlauk og dill í matvinnsluvél og látið ganga þar til allt er orðið slétt. Bragðbætið með pipar og salti eftir smekk og þynnið sósuna dálítið með köldu vatni.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​