Grískt lambalæri
Grikkir vilja yfirleitt hafa lambakjötið sitt alveg gegnsteikt en ef óskað er eftir kjöti sem er bleikt í miðju má stytta steikingartímann verulega frá því sem hér er gefið upp.
Recipes
Grikkir vilja yfirleitt hafa lambakjötið sitt alveg gegnsteikt en ef óskað er eftir kjöti sem er bleikt í miðju má stytta steikingartímann verulega frá því sem hér er gefið upp.
Lambaskankar eða leggir eru bragðmikill og gómsætur matur ef þeir eru rétt matreiddir. Yfirleitt er best að elda þá lengi við fremur vægan, rakan hita, þ.e. gufusteikja þá eða pottsteikja, og það er einmitt gert hér. Það mætti elda réttinn fram að þeim tíma þegar meiri lauk er bætt í pottinn en taka hann þá úr ofninum, kæla og geyma til næsta dags. Þá er hann hitaður upp, lauknum bætt út í og rétturinn eldaður til fulls. Þannig verður hann enn betri en ella.
Gufusteiktir lambaskankar með lauk Read More »
Um og upp úr 1980 varð mjög vinsælt á Íslandi að grilla lambakjöt í gryfju sem grafin var í jörðina og tyrft yfir. Þetta er enn algengt, enda mjög hentug aðferð þar sem aðstæður leyfa. Gott er að krydda kjötið með nýtíndu blóðbergi.
Holugrillað lambalæri Read More »
Gómsætur grillréttur úr meyru lambakjöti. Sósan krefst dálítillar fyrirhafnar en bragðið bætir það fyllilega upp.
Hryggvöðvi með papriku-mintusósu Read More »
Sérlega góður lambakjötsréttur sem hentar í hvaða veislu sem er, til dæmis á jóla- eða páskaborðið.
Hryggvöðvi með sveppa- og bláberjasósu Read More »
Þessi suður-evrópski lambakjötsréttur er bragðmikill og góður og hentar vel fyrir skanka eða annað kjöt sem þarf langa og hæga eldun. Grænmetið er eldað með kjötinu.
Hvítlauks- og rósmarínkryddaðir lambaskankar með grænmeti Read More »
Í þessa uppskrift má jafnvel nota súpukjöt en framhryggjarsneiðar eru líklega bestar. Það skiptir máli að kjötið sé vel fitusprengt en magrir eða fitulausir bitar henta ekki í þennan rétt, það kjöt verður ekki nógu safaríkt og mjúkt.
Grískt Gyros í pítubrauði Read More »
Lambakjöt er í miklum metum meðal Grikkja og þeir kryddað það yfirleitt og matreiða á fremur einfaldan hátt – nota kryddjurtir, ólífuolíu og sítrónur.
Grísk lambagrillsteik Read More »
Hægt er að gera ýmislegt við lambalifur annað en steikja hana á pönnu og bera fram með brúnni sósu. Hafið þið til dæmis prófað að skera hana í bita og steikja á teini?
Grilluð lambalifur á teini Read More »
Víðast hvar erlendis er lambahryggur yfirleitt ekki eldaður heill, heldur sagaður eftir endilöngu, og erlendar uppskriftir miðast gjarna við slíka bita. Einnig er algengast að hreinsa kjöt og fitu af rifjaendunum. Nú er hægt að fá hrygginn verkaðan á þennan hátt í sumum verslunum hérlendis (lambakóróna).
Grillaður lambahryggur að marokkóskum hætti Read More »