Léttsaltað og steikt lambalæri
Lambakjötið fær alveg sérstakt bragð ef það er meðhöndlað á þennan hátt. Svona læri er tilvalið á hlaðborð, t.d. jólahlaðborðið.
Léttsaltað og steikt lambalæri Read More »
Recipes
Lambakjötið fær alveg sérstakt bragð ef það er meðhöndlað á þennan hátt. Svona læri er tilvalið á hlaðborð, t.d. jólahlaðborðið.
Léttsaltað og steikt lambalæri Read More »
Þegar ekki tekst að fá krakkana til að borða lifur með öðru móti er þrautaráðið oft að búa til lifrarbuff, sem þau kunna oft mjög vel að meta þótt þau vilji ekki sjá lifur.
Lifrarpylsa er ódýr og góður íslenskur matur sem allir ættu að geta búið til sjálfir, það er mikil búbót í henni. Sumir vilja hana helst heita, öðrum finnst hún best köld með glasi af mjólk.
Fljótlegur og mjög gómsætur réttur úr lambalifur, þar sem lifrin er steikt á hefðbundin hátt en krydduð með hvítlauk og kummini og síðan krydduð með papriku, chili og sítrónu.
Lifur að arabískum hætti Read More »
Einfaldur og mjög fljótlegur lifrarréttur. Galdurinn við flesta rétti sem búnir eru til úr lifur er að elda hana alls ekki of lengi og þess vegna er best að skera hana mjög þunnt.
Lifur með sítrónusósu Read More »
Grikkir vilja yfirleitt hafa lambakjötið sitt alveg gegnsteikt en ef óskað er eftir kjöti sem er bleikt í miðju má stytta steikingartímann verulega frá því sem hér er gefið upp.
Lambaskankar eða leggir eru bragðmikill og gómsætur matur ef þeir eru rétt matreiddir. Yfirleitt er best að elda þá lengi við fremur vægan, rakan hita, þ.e. gufusteikja þá eða pottsteikja, og það er einmitt gert hér. Það mætti elda réttinn fram að þeim tíma þegar meiri lauk er bætt í pottinn en taka hann þá úr ofninum, kæla og geyma til næsta dags. Þá er hann hitaður upp, lauknum bætt út í og rétturinn eldaður til fulls. Þannig verður hann enn betri en ella.
Gufusteiktir lambaskankar með lauk Read More »
Um og upp úr 1980 varð mjög vinsælt á Íslandi að grilla lambakjöt í gryfju sem grafin var í jörðina og tyrft yfir. Þetta er enn algengt, enda mjög hentug aðferð þar sem aðstæður leyfa. Gott er að krydda kjötið með nýtíndu blóðbergi.
Holugrillað lambalæri Read More »
Gómsætur grillréttur úr meyru lambakjöti. Sósan krefst dálítillar fyrirhafnar en bragðið bætir það fyllilega upp.
Hryggvöðvi með papriku-mintusósu Read More »