Júgóslavnesk lambakjötssúpa
Súpur á borð við þessa eru eldaðar um allan Balkanskaga. Hér er grænmetið allt maukað en það mætti líka sleppa því, eða mauka aðeins hluta þess.
Júgóslavnesk lambakjötssúpa Read More »
Recipes
Súpur á borð við þessa eru eldaðar um allan Balkanskaga. Hér er grænmetið allt maukað en það mætti líka sleppa því, eða mauka aðeins hluta þess.
Júgóslavnesk lambakjötssúpa Read More »
Bragðmikið og gott tilbrigði við hefðbundna kjötsúpu. Það má líka sleppa því að sjóða beinin með í súpunni en hún verður mun bragðmeiri ef það er gert.
Kjötsúpa með sveppum Read More »
Þurrkaðir kóngssveppir eða aðrir villisveppir gefa mjög gott bragð í þessa ljúffengu sósu, sem hentar sérlega vel með steiktu lambakjöti, til dæmis lambalæri eða hrygg á veisluborðinu.
Villisveppa- og kryddjurtasósa Read More »
Þessi sósa hentar mjög vel með lambakjöti sem kryddað er með íslenskum villijurtum, eða t.d. með timjani og hvítlauk. Þurrkaðir villisveppir gefa mjög gott bragð í sósuna en það má líka sleppa þeim og nota þá e.t.v. örlítið meiri villibráðarkraft eða kjötkraft.
Gríska ídýfan tzatziki er í Grikklandi aðallega borin fram sem forréttur eða á undan forréttinum og borðuð með brauði og e.t.v. ólífum, en hún hentar líka vel með grilluðu lambakjöti. Í Grikklandi er hún gerð úr jógúrt en skyr hentar líka mjög vel.
Þessi sósa er ættuð frá Noregi. Í staðinn fyrir týtuberjasultu mætti t.d. nota rifsberja- eða sólberjahlaup en þá er gott að hita það fyrst ásamt örlitlu vatni, þá er auðveldara að hræra því saman við.
Skyr er mjög gott að nota í ýmsar kaldar sósur og ídýfur, gjarna bragðbættar með ferskum kryddjurtum og e.t.v. hvítlauk. Þessi hentar sérlega vel með grilluðu lambakjöti.
Mjög góð spænsk tómatsósa sem á sérlega vel við grillað lambakjöt af ýmsu tagi, t.d. lambafille eða lærissneiðar.
Spænsk papriku-tómatsósa Read More »
Köld sósa sem á vel við margs konar grillaða lambakjötsrétti, ekki síst ef þeir eru fremur sterkt kryddaðir.
Sítrónu-jógúrtsósa Read More »
Þessi sósa er hugsuð sem meðlæti með villibráðarkrydduðum kindalærvöðva en auðvitað má nota hana með ýmsu öðru, nota þá e.t.v. bara rauðvín í staðinn fyrir kryddlöginn og bragðbæta sósuna með aðeins meiri villibráðarkrafti eða lambakjötskrafti.