Grafin lund – með rauðbeðusósu
Tilvalinn hátíðarforréttur!
- 6

Hráefni
2 lambalundir
Tilvalið er að taka lundirnar af hrygg deginum áður.
Kryddlögur:
100 g salt
10 g sykur
hnífsoddur kanill
1 tsk basil
1 tsk rósapipar
1 tsk rósmarín
1 tsk negulnaglar
1 tsk einiber
1 tsk dill
1 tsk hunang
2 tsk ólífuolía
Leiðbeiningar
1
Mixið þurrkryddið fyrst saman, bætið síðan blautefninu í og smyrjið blöndunni því næst á kjötið
Rauðbeðuútálát
Rauðbeðusafi 2 msk
1 msk ólífuolía
1 tsk rauðvínsedik
1 tsk dijon sinnep
Hrærið allt saman. Saltið eftir smekk og berið fram með lundunum.