Íslensk kjötsúpa II

Tilbrigði við hefðbundna íslenska kjötsúpu. Hér er t.d. notuð paprika og í staðinn fyrir súpujurtir kemur skessujurt, sem margir eiga úti í garði. Laukurinn er soðinn heill í súpunni en ekki saxaður.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg súpukjöt, mesta fitan skorin af
 4 meðalstórir laukar, afhýddir en heilir
 1 dl hrísgrjón
 4 gulrætur, meðalstórar, skornar í sneiðar
 2-3 msk skessujurt, söxuð
 0.5 græn paprika, fræhreinsuð og söxuð
 0.5 hvítkálshöfuð, skorið í bita
 2 l vatn
 nýmalaður pipar
 salt
 2 teningar lambakjötskraftur, eða eftir smekk
 500 g gulrófur, afhýddar og skornar í stóra bita
 5 kartöflur, meðalstórar, afhýddar

Leiðbeiningar

1

Kartöflur og laukur sett í pott, hrísgrjónum dreift yfir og síðan gulrætur, skessujurt og hvítkál. Kryddað með kjötkrafti, pipar og salti, vatninu hellt yfir og suðan látin koma upp. Látið malla við vægan hita í um 50 mínútur og froða fleytt ofan af eftir þörfum. Á meðan eru rófur og kartöflur soðnar sér í potti og bornar fram með, eða settar út í súpuna þegar hún er tilbúin.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​