Pistasíulamb í hunangssinnepshjúpi

Uppskrift að gómsætu lambalæri með hunangssinnepi, pistasíuhnetum, villisveppum og fleiru. Lambið klikkar aldrei!

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri
 6 bökunarkartöflur
 3 stk steinseljurót
 6 gulrætur
 100 g pistasíuhnetur
 100 g hunang
 100 g grófkorna sinnep
 2,5 dl rjómi
 30 g þurrkaðir villisveppir
 8 Sveppir
 1 skallotlaukur
 2 hvítlauksgeirar
 ½ búnt steinselja
 1 flaska rauðbeðusafi
 2 glös rauðvín
 1 stk kanilstöng
 lambakraftur
 ferskt íslenskt tímían og rósmarin

Leiðbeiningar

1

Gulrætur og steinseljurætur skrældar og skornar gróft niður. Því næst eru þær forsoðnar í sirka 4-5 mín. Setjið þær síðan í eldfast mót og leggið til hliðar.

Skerið lykilbeinið í lærinu frá við hækilinn. Hrærið saman gróft sinnep og hunang, smyrjið yfir lambalærið, ásamt salti og pipar. Gætið þess að nota bara helminginn af hunangsblöndunni í fyrsta skiptið.

Leggið lambalærið ofan á grænmetið í eldfasta mótinu og steikið í ofni við 160° (miðað við 45 mín á kíló). Hafið lok á eldfasta mótinu síðasta korterið. Takið síðan lokið af og smyrjið afganginum af hunangsblöndunni yfir lambið og stráið söxuðum pistasíunum yfir. Hækkið þá ofninn í 175 gráður.

Skrælið kartöflurnar, brytjið þær niður og sjóðið í 3-5 mín. Leggið villisveppina í bleyti í vatn.
Skrælið laukinn og hvítlaukinn og Látið krauma á pönnu. Skerið sveppina og bætið á pönnuna, því næst kartöflunum og villisveppunum. Hellið svo rjómanum út á og setjið allt í eldfast mót. Bakið þetta í ofni um leið og lambið.

Sósa
Sjóðið rauðbeðusafann og rauðvínið niður um 2/3. Bætið vatni og lambakrafti út í.
Þegar lambið er fulleldað er öllum safanum úr steikarmótinu, hellt saman við sósuna og látið malla í smástund.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​