Villibráðarsósa
Þessi sósa hentar mjög vel með lambakjöti sem kryddað er með íslenskum villijurtum, eða t.d. með timjani og hvítlauk. Þurrkaðir villisveppir gefa mjög gott bragð í sósuna en það má líka sleppa þeim og nota þá e.t.v. örlítið meiri villibráðarkraft eða kjötkraft.
- 4

Hráefni
1 msk. olía
Leiðbeiningar
Hitið olíuna í potti. Skerið laukinn, gulrótina og selleríið í bita, setjið í pottinn og látið krauma í nokkrar mínútur. Bætið þá þurrkuðum sveppum og kryddjurtum út í og hellið síðan heitu vatni yfir. Hitið að suðu, setjið villibráðarkraft og edik út í og kryddið með pipar og salti. Látið malla í 20-30 mínútur. Síið þá soðið í skál. Bræðið smjörið í pottinum, hrærið hveitinu saman við og látið krauma í 1 mínútu. Hellið soðinu smátt og smátt út í, hrærið stöðugt og bakið sósuna upp. Hitið að suðu og látið malla við hægan hita og hrærið oft. Bragðbætið að lokum sósuna með pipar, salti og sultu og osti eftir smekk.