Ítölsk tómat-kjötsúpa

Þessi ítalskættaða lambakjötssúpa er mjög matarmikil og góð, ekki síst með ítölsku brauði. Í staðinn fyrir tómatmauk má nota ferska eða niðursoðna tómata og saxa þá smátt.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg súpukjöt
 0.25hvítkálshöfuð, skorið í bita
 2 laukar, heilir en afhýddir
 2 gulrætur
 0.5blaðlaukur, skorinn í bita
 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir
 1 knippi steinselja, söxuð
 nýmalaður pipar
 salt
 1 msk ítölsk kryddblanda (Italian seasoning)
 1 msk balsamedik
 170 g tómatmauk (puré)
 2 l vatn
 1 dl vermicelli eða annað smágert pasta
 0.5kg blómkál eða spergilkál (eða hvorttveggja), skipt í kvisti

Leiðbeiningar

1

Kjötið sett í pott ásamt hvítkáli, lauk, gulrótum, blaðlauk, hvítlauk og steinselju. Kryddað með pipar, salti og ítalskri kryddblöndu. Balsamediki og tómatmauki hrært saman við hluta af vatninu og hellt yfir og síðan er afganginum af vatninu bætt út í. Hitað að suðu og látið malla í um 40 mínútur. Pasta og blómkál/spergilkál sett út í og látið malla í 10 mínútur í viðbót.

Deila uppskrift