Steikt lifur með beikoni
Lifur og beikon er klassísk samsetning og í þessari ensku uppskrift er líka kryddað með hvítlauk og worcestersósu.
Steikt lifur með beikoni Read More »
Recipes
Lifur og beikon er klassísk samsetning og í þessari ensku uppskrift er líka kryddað með hvítlauk og worcestersósu.
Steikt lifur með beikoni Read More »
Lauksósa passar mjög vel við lambalifur. Gætið þess aðeins að steikja lifrina ekki of lengi, hún verður seig og leiðinleg ef hún er steikt of mikið.
Steikt lifur með lauksósu Read More »
Þegar svið eru soðin er reyndar algengast að soðið sé einungis kryddað með salti, en það er hreint ekki verra að bæta lárviðarlaufi og nokkrum piparkornum í pottinn.
Á meðal íbúa Norður-Afríku þykja svið sælgæti og eru þau matreidd á ýmsan hátt, t.d. soðin í súpum og pottréttum, steikt í ofni eða glóðarsteikt. Hér er ein uppskrift frá Alsír, bouzellouf mechoui.
Sviðaréttur frá Alsír Read More »
Sterkar og brakandi heitar lambakótelettur, kryddaðar með mexíkósku kryddi og síðan grillaðar, verða örugglega mjög vinsælar í grillveislunni, ekki síst hjá unga fólkinu.
Tex-Mex-lambakótelettur Read More »
Þessi kótelettuuppskrift er ættuð frá Suður-Spáni. Kótiletturnar eru látnar liggja í olíu- og edikslegi blönduðum tómatþykkni og kryddi og síðan grillaðar við góðan hita á útigrillinu. Einnig má grilla þær í ofni eða steikja á grillpönnu.
Tómatkryddaðar lambakótelettur Read More »
Innanlærvöðvi er góður biti sem auðvelt er að matreiða og kjöt af fullorðnu er ekki síður gott en lambakjöt, raunar bragðmeira og að dómi margra betra. En auðvitað má líka nota lambakjöt í þennan rétt.
Villibráðarkryddaður kindalærvöðvi Read More »
Á Spáni er notaður bógur í þennan rétt og þykir best að það sé vinstri bógurinn af lambinu; kjötið er sagt vera meyrara af því að sauðfé sofi á vinstri hliðinni. Þar í landi er kjötið hægsteikt í viðarkyntum ofni og vatni ausið oft yfir það á meðan. Það má að sjálfsögðu nota læri í stað bógsins.
Spænsk asadar-lambabógsteik Read More »
Kjötið er hér látið liggja í afar einföldum soja- og sítrónukryddlegi áður en það er grillað. Best er að hafa soðin hrísgrjón með kjötinu og e.t.v. einnig grillað grænmeti. Einn munnbiti á hverjum teini er tilvalið sem réttur á pinna-smáréttaborðið.
Sojamarineraðir lambagrillpinnar Read More »
Skyr og lambakjöt geta vel átt saman í matargerð og þessi óvenjulega uppskrift er dæmi um það.
Skyrmarinerað lambalæri Read More »