Svið

Þegar svið eru soðin er reyndar algengast að soðið sé einungis kryddað með salti, en það er hreint ekki verra að bæta lárviðarlaufi og nokkrum piparkornum í pottinn.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 sviðahausar (4 kjammar)
 1 lárviðarlauf (má sleppa)
 10 piparkorn (má sleppa)
 1 msk gróft salt

Leiðbeiningar

1

Sviðin þvegin, hreinsuð vel og skafin, ef þarf (nú eru þau þó seld hreinsuð og þarf þá ekkert að gera við þau). Sett í pott ásamt lárviðarlaufi, piparkornum og salti. Vatni hellt í pottinn, svo miklu að rétt fljóti yfir sviðin. Hitað að suðu og froða fleytt ofan af. Sviðin eru svo látin sjóða við fremur hægan hita í um 1 klst, eða þar til þau eru meyr. Þá eru kjammarnir teknir upp úr og látið renna vel af þeim. Bornir fram heitir eða kaldir með kartöflustöppu og e.t.v. rófustöppu.

Deila uppskrift