Lambapottur með apríkósusósu

Þetta er norður-afrískur réttur og eiginlega ætti að elda hann í tagine, leirpotti með keilulaga loki. En það er alveg hægt að matreiða hann í venjulegum potti líka.

Pottur og diskur

Hráefni

 200 g þurrkaðar apríkósur
 1.2 kg lambakjöt
 2 laukar, saxaðir
 2-3 msk olía
 50 g möndlur, fínmalaðar
 0.5 tsk kummin, steytt
 0.5 tsk kóríanderfræ, steytt
 0.25 tsk kanell
 0.25 tsk engifer
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Apríkósurnar lagðar í bleyti í nokkrar klukkustundir en síðan soðnar í um 15 mínútur og svo settar í matvinnsluvél og maukaðar, eða þrýst gegnum sigti. Kjötið skorið í teninga, meðalstóra. Olían hituð og kjötið og laukurinn látið krauma í henni í nokkrar mínútur við fremur vægan hita; kjötið á ekki að brúnast, aðeins að breyta lit. Apríkósumaukinu, möndlum og öllu kryddinu bætt út í og látið malla við mjög vægan hita undir loki í um 1½ klst, eða þar til kjötið er mjög meyrt. Hrært öðru hverju og svolitlu vatni bætt við ef þarf svo að sósan brenni ekki við. Borið fram með hrísgrjónum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​