Sviðaréttur frá Alsír

Á meðal íbúa Norður-Afríku þykja svið sælgæti og eru þau matreidd á ýmsan hátt, t.d. soðin í súpum og pottréttum, steikt í ofni eða glóðarsteikt. Hér er ein uppskrift frá Alsír, bouzellouf mechoui.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 sviðakjammar
 1 tsk. salt
 0.75 tsk. nýmalaður pipar
 50 g smjör
 4-5 hvítlauksgeirar saxaðai
 1 tsk. kummin (cumin), grófsteytt
 1 tsk. kúmen, grófsteytt
 3 dl vatn, og meira eftir þörfum
 1-2 sítrónur
 250 g kúskús
 0.5 knippi steinselja

Leiðbeiningar

1

Setjið sviðin í eldfastan bakka ásamt smjöri og kryddið með salti,þurrkryddi,hvítlauk og rifnum sítrónuberki. Brúnið í 180°C heitum ofni í 15 mín. Bætið vatni og sítrónusafa í og lokið bakkanum með álpappír. Eldið í klukkustund og stráið saxaðri steinselju yfir áður en þið berið herlegheitin fram með kúskús sem hægt er að leika sér með á ótal vegu.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​