Sviðaréttur frá Alsír

Á meðal íbúa Norður-Afríku þykja svið sælgæti og eru þau matreidd á ýmsan hátt, t.d. soðin í súpum og pottréttum, steikt í ofni eða glóðarsteikt. Hér er ein uppskrift frá Alsír, bouzellouf mechoui.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 sviðakjammar
 1 tsk. salt
 0.75 tsk. nýmalaður pipar
 50 g smjör
 4-5 hvítlauksgeirar saxaðai
 1 tsk. kummin (cumin), grófsteytt
 1 tsk. kúmen, grófsteytt
 3 dl vatn, og meira eftir þörfum
 1-2 sítrónur
 250 g kúskús
 0.5 knippi steinselja

Leiðbeiningar

1

Setjið sviðin í eldfastan bakka ásamt smjöri og kryddið með salti,þurrkryddi,hvítlauk og rifnum sítrónuberki. Brúnið í 180°C heitum ofni í 15 mín. Bætið vatni og sítrónusafa í og lokið bakkanum með álpappír. Eldið í klukkustund og stráið saxaðri steinselju yfir áður en þið berið herlegheitin fram með kúskús sem hægt er að leika sér með á ótal vegu.

Deila uppskrift