Steikt lifur með beikoni

Lifur og beikon er klassísk samsetning og í þessari ensku uppskrift er líka kryddað með hvítlauk og worcestersósu.

Pottur og diskur

Hráefni

 600 g lambalifur
 100 g beikon í sneiðum
 2 msk hveiti
 nýmalaður pipar
 salt
 1 msk smjör
 1 msk olía
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 1 msk worcestersósa

Leiðbeiningar

1

Lifrin hreinsuð og skorin í þunnar sneiðar á ská; best er að sneiðarnar séu vel innan við 1 cm á þykkt. Þykkbotna panna hituð og beikonið steikt þar til það er stökkt en þá er það tekið af pönnunni og látið renna af því á eldhúspappír. Beikonfeitinni hellt af pönnunni en smjör og olía hitað í staðinn. Lifrarsneiðunum velt upp úr hveiti krydduðu með pipar og salti og þær síðan steiktar við háan hita í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Hvítlauk og worcestersósu bætt á pönnuna og steikt í 1 mínútu í viðbót en síðan eru beikonsneiðarnar settar ofan á og borið fram, t.d. með soðnum kartöflum.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​