Vindaloo

Yesmine Olsson matreiðir Framandi & freistandi uppskriftir í matreiðsluþáttum sínum á RÚV. Hérna er ein ljúffeng af heimasíðunni www.yesmine.is

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg beinlaust lambakjöt
 10-15 þurrkaðir rauðir chili, lagðir í heitt vatn
 2 msk ISIO4 olía
 1 ½ stór laukur, gróft skorinn
 6 hvítlauksgeirar
 6 cm fersk engiferrót
 1 kanilstöng
 2 litlir bitar af stjörnuanís
 2 tsk cumin-krydd
 ½ tsk svartur pipar
 8 negulnaglar
 ½ tsk valmúafræ
 1 msk tamarind pulp (Fæst t.d.í Mai Thai búðinni við Hlemm)
 1 dl hvítvínsedik
 400 g maukaðir tómatar
 2 tsk sykur eða 1 msk hunang
 1 tsk salt
 5 karrýlauf

Leiðbeiningar

1

Setjið kanil, stjörnuanís, cumin-krydd, svartan pipar, negulnagla og valmúafræ í mortél og myljið létt. Setjið þá allt hráefni, nema lamb, tómata, lauk, karrýlauf og sykur saman með kryddunum í matvinnsluvél og búið til gróft mauk. Passið ykkur þegar þið opnið að sterku kryddin gefa frá sér „reyk“ sem getur verið mjög sterkur. Marínerið lambið með helmingnum af maukinu og látið standa í 15 mínútur (eða 2-4 klst.). Steikið laukinn í 20-30 mínútur með 2-3 msk. af olíu. Setjið svo hinn helminginn af maukinu út í og látið blandast vel. Bætið svo lambakjötinu og 2 dl af vatni saman við og látið sjóða. Setjið tómatana út í og lækkið hitann. Að lokum bætið sykri/hunangi og karrýlaufum við og látið sjóða þangað til kjötið er eldað, u.þ.b. 40 mínútur. Ef þetta er of sterkt bætið þá við jógúrti og hunangi.

2

Ég nota oftast annað hvort kókosolíu eða ISIO4 olíu í matseldina. Kókosolían er bragðmikil svo hún henti ekki í alla matargerð en þar sem hún hentar gefur hún gott og ferskt bragð, sér í lagi þessar lífrænu (Organic). ISIO4 olían er samsett úr 4 tegundum af olíum, þ.e. repjuolíu, oléisol (sólblómaolía með hátt ómettað fitusýruinnihald), sólblómaolíu og vínberjaolíu. Ég kann að meta hana því hún hefur hátt innihald af D- og E -vítamíni og er rík af omega fitusýrunum. ISIO4 er hægt að nota við háan hita (steikingu) án þess að gæði olíunnar minnki. Hentar vel í alla matargerð s.s. bakstur, steikingu, salöt, marineringu og dressingar.

Deila uppskrift