Tzatziki

Gríska ídýfan tzatziki er í Grikklandi aðallega borin fram sem forréttur eða á undan forréttinum og borðuð með brauði og e.t.v. ólífum, en hún hentar líka vel með grilluðu lambakjöti. Í Grikklandi er hún gerð úr jógúrt en skyr hentar líka mjög vel.

Pottur og diskur

Hráefni

 10 cm bútur af gúrku
 salt
 1 lítil dós hreint KEA-skyr
 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 0.25 tsk oregano
 1 msk ólífuolía
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Gúrkan rifin, sett í sigti, dálitlu salti stráð yfir og látin standa í hálftíma. Þá er eins mikill safi pressaður úr henni og unnt er og síðan er henni hrært saman við skyrið, hvítlaukinn og olíuna og bragðbætt með pipar og salti eftir smekk. Sósan geymd í kæli í a.m.k. hálftíma. Borin fram t.d. með grilluðum kótelettum eða lambafile og e.t.v. skreytt með svörtum ólífum.

Deila uppskrift